Ljúffengt Kínóapops – súkkulaði

Ljúffengt krispí kínóapops súkkulaði.

Það sem þú þarft fyrir þessa uppskrift er:

1/2 bolli kakósmjör                                             2 msk möndlusmjör
1 tsk lífræn vanilla (duft ekki dropar)               1/4 bolli kókossíróp                                        1/2 bolli raw kakó                                               1 msk lucuma (setur punktinn yfir i-ið)               2 bollar kínóapops                                         smá Maldon sjávarsalt

Aðferð:

  1. Bræðið kakósmjör í vatnsbaði
  2. Á meðan kakósmjörið er að brána, setjið þá kakóið, lucuma, vanilluna og sjávarsaltið í skál og blandið vel.
  3. Þegar kakósmjörið hefur bráðnað alveg, setjið þá möndlusmjörið út í og hrærið vel.
  4. Þegar möndlusmjörið og kakósmjörið hefur blandast vel saman, hellið þá kókossírópinu út í. Blandið vel.
  5. Hellið blöndunni í skálina með þurrefnunum og blandið vel saman með lítilli pisk.
  6. Þegar allt hefur blandast vel saman, hellið þá kínóapopsinu út í skálina. Gott er að nota sleikju til að blanda öllu saman.
  7. Notið tvær teskeiðar og setjið kínóapops – súkkulaðið í lítil silikonform. Þið getið líka notað lítil muffins form (það er fallegra þannig).
  8. Setjið í frysti og geymið í sirka klukkustund. Þá ætti súkkulaðið að vera tilbúið.

Höfundur: Jóhanna S. Hannesdóttir blaðamaður, rófnabóndi og höfundur bókarinnar 100 heilsuráð til langlífis.