Vegna innköllunar á B súper frá Gula miðanum

Vegna Evrópureglugerðar innköllum við allar lotur og stærðir B súper frá Gula miðanum.

Magn B-6 í blöndunni er 50mg en skv. reglugerð má það ekki vera hærra en 25mg í dagsskammti.

Þeir sem eiga vöruna hjá sér geta skilað henni á næsta útsölustað gegn endurgreiðslu.

Við hörmum þetta en erum strax farin að vinna í endurbættri útgáfu B-súper sem kemur á markað í stað þeirrar gömlu.

Af gefnu tilefni viljum við taka fram að engar rannsóknir benda til þess að þetta magn af B6 sé skaðlegt til inntöku. Skaðleg áhrif hafa nánast eingöngu komið fram vegna ofurskammta, 1000mg á dag eða meira, þó einstaka tilfelli hafi komið fram vegna skammta milli 200 og 500mg þá helst ef fólk hefur tekið það inn yfir mjög langan tíma.

Til samanburðar eru viðmiðunarmörkin í Bandaríkjunum 100mg/dag.

Að sjálfsögðu förum við að settum reglum og munum breyta vörunni í samræmi við þær.