Hvernig væri að skella í ljúffengan og um leið hollan Bounty ís.
Hér er frábær uppskrift frá Kristínu Steinarsdóttur matreiðslumanni.
4 ½ dl kókos
1 dós Biona kókosmjólk
4 msk kókosolia
4 msk hunang / eða Biona döðlusýróp
börkur og safi af 1 lime
Glassúr:
1 ½ dl kasjúnetur
1 ½ dl vatn
½ dl brædd kókosolia
1 st vanillu stöng
2-3 msk hunang/sýróp
Aðferð:
- Hitið kokosmjólk og kokosoliu saman í potti.
- Setjið kokosmjöl, hunang, börk og safa af lime I skál, hellið kokosmjólkinni og oliunni yfir, hrærið vel og látið aðeins kólna.
- Klæðið kökumót með plastfilmu og þjappið kokoshræinu varlega í mótið og geymið 2-3 tíma í frysti.
- Bræðið kókosoliuna fyrir glassur, fræhreinsið vanillustöng og setjið í blender ásamt restinni af hráefnunum.
- Takið kökuna út úr frysti og fjarlægið filmuna. Hellið glassúrinu ofan á og setjið smá stund inn í frystir aftur. Skreytið með jarðaberjum.
Umfram allt njótið 🙂