Ecover hreinsiefnin eru framleidd úr náttúrulegum steinefnum sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni. Megin markmið fyrirtækisins hefur alla tíð verið að hlúa að umhverfinu og heilbrigði neytenda, ásamt því að búa til samkeppnishæfar og góðar vörur.

Að baki framleiðslunni liggja áralangar rannsóknir, vörurnar eru að auki framleiddar í umhverfisvænni verksmiðju í San Fransisco.

Ecover býður upp á mjög fjölbreytta vörulínu til heimilisþrifa.

Ecover umbúðirnar eru framleiddar úr sykurreyr og endurunnu plasti. Til að auka enn frekar á umhverfisverndina er hægt að fá áfyllingu í nokkrar tegundir hjá Heilsuhúsinu.