Psoriasis

Orsakir og einkenni

Ekki er nákvæmlega vitað hverjar orsakir psoriasis eru. Einkenni sjúkdómsins eru rauðleitir blettir eða skellur, þaktar þurru hrúðri. Það sem veldur þessu er offramleiðsla af húðfrumum og eru blettirnir algengastir á þeim stöðum húðarinnar sem verða fyrir endurteknu mildu áreiti eins og olnbogar og hné, en einnig í hársverði, á eyrum og í klofi. Psoriasis smitast ekki en getur verið ættgengt. Hjá fólki sem hefur sjúkdóminn í erfðavísunum geta þættir sem stuðla að fjölgun fruma framkallað hann, þættir eins og t.d. áfengi, sum lyf og hálsbólga af völdum bakteríusýkingar. Algengt er einnig að sjúkdómurinn brjótist út við staðbundna ertingu.

Ráð Almenn ráð

Þekkt er að sólarljós (últrafjólublátt ljós) hefur jákvæð áhrif á sjúkdóminn. Einnig hafa böð í steinefnaríku vatni bláa lónsins gefið góða raun. Er árangurinn m.a. talinn orsakast af einstöku vistkerfi blágrænna þörunga í jarðsjónum sem myndar bláa lónið. Við fyrirspurn hjá psoriasis sjúklingum kom í ljós að einkennin versnuðu í kjölfar mikillar streitu hjá um 40% sjúklinga sem voru spurðir.

Aloe vera

Aloe vera krem getur gagnast við psoriasis, samkvæmt tvíblindri rannsókn með 60 þáttakendum með mild til miðlungs einkenni.1Þáttakendur voru meðhöndlaðir annars vegar með aloe þykkni og hins vegar með lyfleysu, 3 x daglega í 4 vikur. Þeir sem fengu aloe áburðinn náðu verulegum bata umfram hina og hélst árangurinn í upp undir ár eftir meðhöndlun.

Penzyme

Vísbendingar eru um að þetta smyrsl, þar sem virku efnin eru þorskensím, hafi jákvæð áhrif á sjúkdóminn. Rannsókn hérlendis á 6 einstaklingum með mjög sterk einkenni, þar sem smyrslið var borið á sjúklinginn 1-2 x daglega, gaf mjög góða raun.

Silicea gel

Kísill hefur yfirleitt mjög jákvæð áhrif á húðina og hefur silicea gel gagnast við mörgum húðkvillum, þar á meðal hafa psoriasis sjúklingar stundum fengið af því nokkurn bata.

Jurtir

Nefna má 3 jurtir sem eru iðulega ráðlagðar til útvortis notkunar á psoriasis. Það eru lakkrísrót, kamilla og cayenne-pipar. Í lakkrísrót er efni sem heitir glycyrrhetínsýra og virðist hún í mörgum tilfellum geta gefið svipaðan árangur og kortísón, einnig gagnast með kortísóni, þannig að draga megi úr magni þess.2,3 Löng hefð er fyrir því í Evrópu að nota kamillu á hvers kyns húðkvilla þar á meðal psoriasis. Jurtin inniheldur bæði kjarnaolíu og flavóníða sem eru bólguhemjandi og virk gegn ofnæmi. Í cayenne-pipar er virkt efni, capsaisin, sem hefur í rannsóknum reynst gagnast við sjúkdómnum.

Bætiefni

Omega-3 fitusýrur

Í tvíblindri rannsókn reyndist inntaka af búklýsi (10 g á dag) laga húðina.4 Í annarri rannsókn dró verulega úr sjúkdómnum eftir 2-3 mánuði, þegar tekin voru daglega 3,6 g af eikósapenaenóik-sýru (EPA) sem er ein af omega-3 fitusýrunum í lýsi.5,6 Til að fá þetta magn af EPA þarf að taka inn um 20 g af búklýsi. Rannsókn þar sem smyrsl með 10% af búklýsi var borið á psoriasis bletti tvisvar á dag sýndi bata eftir 7 vikur.7 Notkun búklýsis getur komið í veg fyrir aukið magn af tríglýseríðum í blóði, sem eru hliðarverkanir af sumum prsoriasis lyfjum. Í seinni tíð hafa komið auknar upplýsingar frá náttúrulæknum um svipuð jákvæð áhrif af notkun línolíu við psoriasis, þó ekki séu ennþá skráðar neinar rannsóknir því til staðfestingar. Línolía inniheldur eins og búklýsi, hátt hlutfall af omega-3 fitusýrum.

Mjólkurþistill

Náttúrulæknar eru margir á þeirri skoðun að léleg lifrarstarfsemi geti verið meðvirkandi orsök sjúkdómsins og það útskýri hvers vegna mjólkurþistill, sem örvar heilbrigða starfsemi lifrarinnar, geti haft jákvæð áhrif. Yfirleitt er ráðlagt að nota daglega magn sem gefur um 400 mg af virka efninu silymarin.

Psyllium trefjar

Þessar vatnsleysanlegu trefjar eru stundum notaðar af psoriasis sjúklingum, þar sem vel starfandi meltingarfæri geta verið mikilvægur þáttur til að ráða við sjúkdóminn. Psyllium trefjar draga í sig meiri
vökva en flestar aðrar trefjar. Þær verða slímkenndar með nægilegum vökva og stuðla þannig að því að fæðan fari hindrunarlaust í gegnum meltingarfærin og að þarmarnir losi sig fjótt og örugglega við
úrgangsefni. Hræra má psyllium dufti í vatnsglas eða nota hylki eins og Colon Cleanser sem innihalda auk trefjanna einnig acidophylus gerla. Ávallt þarf að drekka vel með psyllium trefjum, 1-2 stór glös af vatni
eða öðrum vökva.

Náttljósarolía

Náttljósarolía hefur iðulega gagnast psoriasis sjúklingum, en hún inniheldur m.a. gammalínólensýru. Þetta er ákveðin omega-6 fitusýra sem oft skortir í líkamann. Mest rannsakaða og eitt áhrifaríkasta efnið úr
náttljósarolíu er Efamol.

Heimildir:

1.        Syed TA, Ahmad SA, Holt AH, et al. Management of psoriasis with Aloe vera extract in a hydrophilic cream: a placebo-controlled, double-blind study. Trop Med Int Health. 1996;1:505-509.

2.        F.Q. Evans, „The Rational Use of Glycyrrhetinic Acid in Dermatology,“ Br.J Clin Pract 12 (1958) 269-79.

3.        S. Teelucksingh, et al. „Potentiation of Hydrocortisone Activity in Skin by Glycyrrhetinic Acid,“ Lancet 335 (1990) 1060-3.

4.        Bittiner SB, Tucker WFG, Cartwright I, Bleehen SS. A double-blind, randomised, placebo-controlled trial of fish oil in psoriasis. Lancet 1988;i:378-80.

5.        Kojima T, Terano T, Tanabe E, et al. Long-term administration of highly purified eicosapentaenoic acid provides improvement of psoriasis. Dermatologica 1991;182:225-30.

6.        Kojima T, Ternao T, Tanabe E, et al. Effect of highly purified eicosapentaenoic acid on psoriasis. J Am Acad Dermatol 1989;21:150-51.

7.        Dewsbury CE, Graham P, Darley CR. Topical eicosapentaenoic acid (EPA) in the treatment of psoriasis. Br J Dermatol 1989;120:581-84.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.