Mádara og mín upplifun – grein eftir Kristínu Samúelsdóttur

Madara c vitamin

„Í byrjun apríl fékk ég vörur til að prófa frá Mádara, sumar vörur nýjar og aðrar nýlegar, vaninn minn er að prófa vörurnar bakvið Instgram í einhvern tima og segja svo frá vörunni og minni upplifun en mig langaði að breyta til og prófaði hana svoldið í beinni allan Apríl mánuð og deildi smátt og smátt minni upplifun.

Þeir sem fylgjast með mér vita líklegast að ég er orðin mjög hrifin af merkinu og þeim vörum sem ég hef prófað, sumar vörur eru mér algjörlega ómissandi meðan aðrar eru enn að færast ofar og ofar í topp listann minn.

Mig langaði svo að nýta bloggið í að segja ykkur almennilega frá vörunum sem ég fékk og hvaða eiginleika þær hafa.

Mádara melting gelMELTING CLEANSING OIL
Ég var gríðarlega spennt fyrir þessum olíuhreinsi miðað við hrifningu mína á mjólkuhreinsinum. Þessi olíuhreinsir stóðst allar væntingar. Áferðin er frekar stöm þegar hann er borið á þurrt andlitið en um leið og hann kemst í snertingu við vatn leysist hann upp og fer að hreinsa sólarvörn og farða af húðinni á mjög áhrifaríkan hátt. Hann er ótrúlega nærandi, mýkir húðina mjög vel og skilur ekki eftir sig fitufilmu á andlitinu.
Hentar öllum húðgerðum

 

Mádara serumDERMA COLLAGEN HYDRA-FILL FIRMING SERUM
Þetta serum hafði verið á óskalistanum mínum en ég er sífellt að verða hrifnari og hrifnari af því. Áferðin er frekar kremdkennd en ekki á þann hátt að varan liggi á yfirborðinu. Formúlan gefur húðinni góðan raka, það hefur arfleiðar af náttúrulegum peptíðum microalgae og hyaluronic sýru. Það starfar á þann hátt að senda skilaboð til húðarinnar til að vinna hraðar og betur, örva meiri kollagen framleiðslu og hafa þéttandi áhrif á húðina. Mér finnst þetta serum dásamlegt og ég mun klárlega geta hugsað mér að nota það áfram. Hentar öllum húðgerðum.

Mádara serum creamDERMA COLLAGEN HYDRA-FILL FIRMING CREAM
Rakakrem sem er í sömu línu og serumið. Rakakremið starfar á sama hátt og serumið en serumið kemst þá dýpra ofan í húðina meðan rakakremið vinnur meira á yfirborði hennar. Kremið veitir svo mikla mýkt og er eins og silki á húðinni. Veitir góða örvun og inniheldur einnig náttúrulegar arfleiðar af peptíðum og aminósýrum. Gefur húðinni góðann ferskleika. Ég notaði þetta rakakrem á kvöldin en það má nota kvölds og morgna. Hentar öllum húðgerðum.

Mádara c vitaminVITAMIN C ILLUMINATING RECOVERY CREAM
Öflug rakakrem sem er fullt af andoxunarefnum og Vítamín C. Þetta rakakrem hefur stabíla formúla af Vítamín C en vítamín c getur verið mjög óstöðugt og þarfnast gjarnan önnur andoxunarefni til að vinna með sér. Kremið hjálpar til þreyttri húð að endurheimta heilbrigði sitt, frískar húðina upp og birtir hana til. Vitamín C er áhrifaríkt á litabreytingum í húð og hjálpar kremið við að draga úr þeim. Það er frekar þykkt í áferð en kemur ekki að sök og hefur ekki stíflað mína húð. Það liggur ekki á yfirborðinu og hægt er að setja farða yfir það fljótt. Hentar öllum húðgerðum og má nota kvölds og morgna.

SOS varasalviSOS LIP HYDRA RESCUE BALM
Ég er varasalva sjúk og er alltaf með 2-3x varasalva með mér og út um allt hús og bíl. Þessi dásemd inniheldur róandi og nærandi formúlu úr bisabolol, omega og andoxunarefnum eins og bláberja fræ olíu. Varirnar fá samstundis góðan raka sem endist vel. Hann er mikið notaður hjá mér en stelpan mín litla hefur verið að stelast í hann líka

Mádara vörur er að finna í öllum helstu Lyfju verslunum, netverslun Lyfju og Beautybox.“

Tekið frá síðu Kristínar – https://kristinsam.com/2021/04/29/madara-og-min-upplifun/

Færslan er skrifuð í samstarfi við Mádara