„Bara geggjað hvað innihaldið er náttúrulegt!“

Svali

Sigvaldi eða Svali eins og margir þekkja hann, hefur unnið lengi við útvarp ásamt því að vera CrossFit þjálfari og mikill útivistaráhugamaður. Svali flutti til Tenerife í byrjun ársins 2018 og getum við fylgst með ævintýralegu lífinu á Tene á Snapchat og Instagram, @svalikaldalons.

Aðeins um þig, fjölskylduhagi og þess háttar.
Ég er 45 ára, giftur Jóhönnu Katrínu og saman eigum við þrjú börn. En ég átti tvö börn fyrir þannig að saman erum við með 5 börn. Börn og „ekki börn“, mín elstu eru 25 og 21 árs.

Þú býrð á Tenerife af hverju fluttið þið þangað?
Við ákváðum að koma hingað til að prófa eitthvað annað. Vera ekki bara í umhverfinu heima, alltaf að gera sama hlutinn aftur og aftur. Við stofnuðum fyrirtæki hér í fyrra, Tenerife Ferðir, og það hefur bara gengið glimrandi vel. Við erum að sinna íslendingum hérna á eyjunni, að bjóða upp á ferðir og afþreyingu fyrir alla þá sem langar að upplifa eyjuna á nýjan hátt. Erum með mikið af skoðunarferðum en bjóðum líka upp á hreyfiferðir fyrir þá sem það vilja, göngur, hlaup og hjól.

Þú hreyfir þig mikið en það hefur ekki alltaf verið þannig?
Nei, ég hreyfði mig ekki mikið. Mér leið svo sem aldrei neitt illa, hef alltaf verið grannur og pældi því lítið í því hvað ég var að borða og þess háttar. Reykti líka alveg eins og strompur. En fyrir 10 árum eða svo, þá ákvað ég bara að breyta til í mínu lífi og taka aðra stefnu. Vissi svo sem ekki alveg hvert ég stefndi en það hafði eitthvað með hreyfingu að gera. Svo bara smám saman fann ég það sem mér finnst skemmtilegt. Datt inn í Crossfit um 2008 og stundaði það grimmt til 2015. Þá tók ég sveigju og fór að horfa meira til „endurance-æfinga“, að hlaupa, hjóla og þess háttar.

Terranova Astaxanthin

Hversu mikilvægt er mataræðið að þínu mati?
Sko, ég er enginn sérfræðingur en matur skiptir öllu. Ég hef prófað eitt og annað, fastað, Ketó, lág-kolvetnafæði og nú „Plant based diet“ (jurtafæði). Ég finn alltaf þegar ég er duglegur, sem er ekki alltaf, hvað maturinn skiptir miklu. Fæðubótarefni verða nánast óþörf þegar maturinn er hreinn og orkan verður margfalt meiri. Þetta er bara eitthvað sem maður þarf að prófa og finna sína línu. Ég er ekki góður kokkur en er eitthvað að myndast við að elda „plant based“ eða jurtafæði og það gengur mis vel „plant based  er ekki vegan og ekki grænmetisæta en ekki langt frá því. Kjöt og egg eru ekki svona „no no“ í þessu matarplani en notað í afar litlu magni, ef einhverju. Kann meira að segja ekki alveg að segja frá þessu en mæli með Google.

Hvað borðar þú þá helst?
Ég borða allt sem kemur úr náttúrunni, á að borða þrjár slíkar máltíðir á dag en ég er bara í tveim slíkum, og borða eina kjötmáltið með fjölskyldunni.
Á morgnana geri ég „boost“ og oftast bara einhvern veginn, það fer eftir skapinu. En það sem er alltaf í þeim er t.d grænkál, spínat, hnetur, hempfræ, grasker, hnetusmjör, kókosolía, spírulína, Life-drink blandan frá Terranova, ávextir af öllum sortum o.fl. í þeim dúr. Er pottþétt að gleyma einhverju, en þið ættuð að átta ykkur á hvert þetta stefnir.

Terranova Life Drink

Hvaða bætiefni notar þú og af hverju?
Í dag nota ég Life Drink frá Terranova. Drykkurinn er eitt allra besta bætiefnið sem völ er á og er algjörlega „plant based“, prótín og vítamín í miklu mæli. Hjálpar mér almennt og á æfingum. Ég er fljótari að jafna mig eftir æfingar og er bara allur í betra standi.
Ég nota líka Astaxanthin sem hefur góð áhrif á úthaldið, það er hálfgert undraefni. Ég notaði það upphaflega bara út af úthaldinu og finn að það hjálpar mikið þar, en mestan mun finn ég á húðinni. Ég var með sólarofnæmi, sem er ekkert spes þegar maður býr á Tenerife, en það hvarf algjörlega eftir að ég fór að taka það. Tek töflu daglega og sé bara að húðin er allt önnur. Rauðrófuduft er líka algjör snilld fyrir æfingar, ég nota það mikið.

Life Drink áttu uppskrift?
Life-Drink bætiefnin eru algjörlega geggjuð og bara úr náttúrulegum hráefnum en drykkurinn er með eindæmum vondur og því ekki góður í neitt, tæknilega séð. En ég set hann oft út í morgunbústið eða bara smelli kókosvatni í lítið glas og duftið yfir, hræra vel, og svo bara botninn upp. Þetta venst.

Terranova er vegan vara, finnst þér það skipta máli?
Ég pældi ekkert í því, finnst bara geggjað hvað innihaldið er náttúrulegt!

Terranova fæst í heilsuhillum Nettó, Hagkaup, Heilsuhúsinu og völdum apótekum. Terranova fæst einnig í netverslun Nettó, netverslun Lyfju og netverslun Heilsuhússins.