Þrúgukjarnaþykkni

Þrúgukjarnaþykkni er auðugt af bíóflavonóíðum sem eru einstaklega gagnlegir heilsu manna og heita próantósýaníðar. Þeir eru afar sérhæfður hópur bíóflavonóíða sem hefur verið talsvert rannsakaður, einkum með tilliti til hæfni þeirra til að styrkja æðaveggi og verja frumur líkamans gegn sindurefnum. Próantósýaníðar eru meðal öflugastu varna gegn sindurefnum og jafnvel með margfalt sterkari andoxandi eiginleika en önnur þekkt andoxunarefni eins og E-vítamín og C-vítamín. Þó að bíóflavonóíðar séu algengir í náttúrunni, er hina öflugu próantósýaníða óvíða að finna í jafn miklu magni og í þrúgukjörnum og berki ákveðinnar furutegundar (Maritime (Landes) pine).

Próantósýaníðar eru fyrst og fremst taldir gagnlegir við vandamálum sem tengjast æðum, svo sem lélegum æðaveggjum, æðahnútum og æðasliti.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.