D-mannose og CranActin trönuberjaextrakt – Tvíefld virkni gegn þvagfærasýkingum

Þvagfærasýkingar eru glataðar og ótrúlega algengar.

Margir, sérstaklega konur, lenda í því að fá þær reglulega og sumar fá þær ítrekað. Þetta getur orðið algjör vítahringur, lyf hætta að virka, meltingin fer í hnút vegna endurtekinna sýklalyfjakúra og lífsgæðin skerðast verulega.

Því leita margar að náttúrulegum lausnum og þar er ýmislegt í boði.

Flestir kannast sennilega við trönuberja töflur og safa við þvagfærasýkingum.

Ákveðin efni í trönuberjum geta komið í veg fyrir að bakteríur á borð við
E.coli (algengasti valdur þvagfærasýkinga) nái að festa sig við veggi þvagblöðrunnar og valda sýkingu.

D-Mannose er náttúruleg sykra sem hefur svipaða eiginleika til að bindast bakteríum og hindra þannig að þær nái fótfestu og valdi sýkingu.

Með þessum nýjungum frá Solaray mynda efnin saman öfluga heild sem getur gagnast mjög vel í baráttu við þvagfærasýkingar.

D-Mannose with CranActin inniheldur skammta sem rannsóknir hafa sýnt að geri gagn.

Blandan reynist sérstaklega vel til að að koma í veg fyrir endurteknar þvagfærasýkingar.

Ráðlagður skammtur af hylkjum: 2 hylki á dag með mat eða vatni

Ráðlagður skammtur af vökva: 1 msk á dag – má blanda í vatn

Fæst hjá Heilsuhúsinu, Lyfju, Apótekinu, Apótekaranum, Heilsuveri og Árbæjarapóteki

ATH: Þessari vöru er ekki ætlað að greina, koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóma. Leitið ávallt læknis ef þörf krefur og hundsið aldrei einkenni.