Q-10

Coenzyme Q-10 er mikilvægt efni sem hefur vakið áhuga vísindamanna við rannsóknir á hjartasjúkdómum, öldrun, krabba, offitu, tannholds-sjúkdómum, íþróttaiðkun og heilsufarsvanda sem orsakast af skorti á efninu.  Q-10 er í hverri einustu frumu líkamans og gegnir mikilvægu hlutverki við að umbreyta þeirri næringu sem til frumunnar berst í orku. Q-10 er eitt úr hópi úbíkínóna (hjálparensíma), skilgreind sem Q-1 til Q-10. Margar fæðutegundir innihalda þessi hjálparensím, en þau tapast við geymslu og matargerð. Til að líkamanum nýtist þessi efni þarf lifrin ávallt að breyta þeim í Q-10, en það er eina formið sem kemur frumunum að gagni. Því miður minnkar hæfni lifrarinnar til að framleiða Q-10 með aldrinum, sem veldur því að mótstöðukraftur líkamans gegn sjúkdómum og streitu minnkar. Rannsóknir benda jafnframt til þess að veikindi hafi líka læm áhrif. Fari Q-10 undir 25% af eðlilegu magni í frumunni, deyr hún.

Sem fyrr segir er Q-10 nauðsynlegt til orkumyndunar í frumunni. Auk þess er það öflugt andoxuanrefni (vörn fyrir frumurnar gegn skaðlegum áhrifum úrgangsefna og alls kyns utanaðkomandi efna sem
valda frumunum tjóni). Það er notað af milljónum manna um heim allan gegn hjartasjúkdómum, háum blóðþrýstingi, sjúkdómum í tannholdi, til að efla ónæmiskerfið og vinna gegn ótímabærri öldrun.

Q-10 er sérstaklega mikilvægt fyrir frumur sem nota mikið súrefni við orkumyndun og má þar einkanlega nefna frumur hjartans. Eru sterkar líkur leiddar að því að samband sé milli minnkandi magns af Q-10 með aldrinum og tíðari hjartasjúkdóma. Sama gildir um marga öldrunartengda sjúkdóma. Q-10 sem fæðubótarefni hefur reynst vel gegn ýmsum sjúkdómum sem tengjast öldrun. Dýratilraunir sýna að regluleg neysla Q-10 eykur lífslíkurnar verulega, en það sem merkara er og mikilvægara, skepnurnar litu út fyrir að vera yngri en aldurinn sagði til um og hegðun þeirra var einnig sem yngri dýra. Dr. Emile Bliznakov, yfirmaður á Lupus Research Institute í Ridgefield, Ct., hefur með tilraunum sýnt að aldur kvenkyns  úsa lengist verulega fái þær Q-10 á efri árum. Greinilegur var einnig aukinn þróttur, meiri hreifing og fallegri feldur.

Rannsóknir ítalskra vísindamanna á íþróttafólki sýna að Q-10 magn í blóði minnkar á keppnistímabili, en halda má í horfinu með því að taka Q-10 aukalega. Þá batnar líka súrefnisnýting (aukið þrek), blóðþrýstingur helst lægri og mjólkursýruúrfelling (þreyta) minnkar.

Áhugaverðasta svið sem rannsóknir á Q-10 beinast að er öldrun. Þegar í upphafi 8. áratugarins settu menn lífræðilega öldrun í samband við orkumyndun frumanna og aukna myndun sindurefna ásamt meðfylgjandi frumuskaða og úrfellingu. Prófessor Lars Ernster við Stokkhólms háskóla var ásamt samtarfshópi sínum meðal þeirra fyrstu að gera grein fyrir lífefnafræðilegum áhrifum Q-10 á starfsemi frumunnar. Hann hefur jafnframt bent á mikilvægi þess semandoxunarefnis (frumuvörn).

Þreyta og magnleysi geta verið merki um skort á Q-10. Eins og með vítamín og önnur bætiefni eru áhrifin best þar sem skorturinn er mestur. Upp úr miðjum aldri gæti verið hyggilegt að nota Q-10 reglulega bæði til að viðhalda heilsu og þreki, styrkja viðnámsþrótt líkamans og stuðla að því að geta glaðst langra lífdaga.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.