Terranova – hágæða vegan bætiefni án aukaefna

Bætiefnaheimurinn er hálfgerður frumskógur. Þetta er milljarða iðnaður og til eru ótal mismunandi tegundir sem eru eins misjafnar og þær eru margar.

Það er gríðarlega mikilvægt að huga að gæðum bætiefna alveg eins og gæði matarins sem þú borðar. Til eru mörg form bætiefna sem nýtast misvel og mörg hver innihalda ýmis aukaefni sem eru umdeild og sum hver jafnvel skaðleg.

Terranova var stofnað árið 2008 af Stephen Terrass sem eru hokinn af reynslu í þessum bransa. Hann á að baki 35 ára feril í náttúru- og grasalækningum og stjórnaði áður framleiðslu hjá einu stærsta bætiefnafyrirtæki Evrópu.

Eftir að hafa séð allt sem bætiefnaheimurinn hafði upp á að bjóða þróaði Stephen með sér nýja sýn og ástríðu. Honum blöskraði notkun aukaefna og ódýrra bætiefnaforma og einsetti sér að þróa vörulínu sem innihéldi engan óþarfa, engin aukaefni og aðeins bestu mögulegu form bætiefna sem og jurtir í hæsta gæðaflokki.

Þetta tókst og í dag er Terranova í algjörum sérflokki. Hver einasta blanda er úthugsuð með það að markmiði að skila sem mestum árangri og næringu. Engin aukaefni eru notuð. Jurtir eru frostþurrkaðar til að viðhalda næringu og gæðum. Vítamín og steinefni eru í góðum formum sem líkaminn nýtir vel.

Hver blanda inniheldur það sem kallast Magnifood complex. Þetta er blanda af jurtum, ávöxtum og grænmeti sem er sett saman fyrir hverja og eina blöndu til að hámarka virkni og nýtingu.

Það má segja að Terranova sé boðberi nýrra tíma. Framtíð bætiefna er einmitt svona: Laus við aukaefni, ekta og hlaðin náttúrulega virkum innihaldsefnum.

Öll línan er 100% VEGAN svo hún er kærkomin fyrir þau sem forðast dýraafurðir en vilja hágæða bætiefni. Það er ekki algengt að finna heila línu sem er vegan og býður upp á breiða flóru af bætiefnum en það var frá upphafi sýn fyrirtækisins.

Hvort sem þig vantar alhliða fjölvítamín, fitusýrur, græna bombu, B vítamín, D vítamín, góða gerla, ensím eða annað þá er Terranova með það.

 

Terranova fæst hjá Heilsuhúsinu, Lyfju, Lyfjum og Heilsu, Apótekaranum, Nettó, Hagkaup, Reykjanesapóteki og Heilsuveri.