Vegan pönnukökur

Hollar og góðar vegan pönnukökur.

Dásamlegar í dögurð um helgar toppaðar með berjum, sírópi, hnetusmjöri og jafnvel jógúrti eða bara hverju sem hugurinn girnist.

Innihald:

 • 40 gr Biona kókoshveiti
 • 100 gr malað haframjöl – hægt að nota blandara eða matvinnsluvél
 • 2 stk lyftiduft
 • Smá salt
 • 300 ml möndlumjólk
 • 1 msk Biona agave eða kókossíróp
 • 1/2 tsk vanillu extrakt
 • 1 msk lífræn Biona kókosolía

Hugmyndir að áleggi:

 • Fersk ber, bananar eða aðrir ávextir
 • Biona agave eða kókossíróp
 • Jógúrt, ostur eða ís
 • Hummus, pestó
 • Brætt súkkulaði
 • Hnetu, möndlu eða kasjúsmjör

Aðferð:

 1. Setjið mjölin, lyftiduft og salt í skál, blandið vel saman
 2. Bætið við möndlumjólk, sírópi og vanillu og hrærið vel saman með písk eða í hrærivél þar til deigið er mjúkt og kekkjalaust
 3. Bræðið kókosolíu á pönnu og steikið pönnukökur á báðum hliðum við miðlungs hita
 4. Berið fram með því áleggi sem hugurinn girnist