Matcha og myntu hrákaka

Þessi er bragðgóð, fersk og glettilega holl!

Fullkomin í afmælið, saumaklúbbinn eða bara þegar þú vilt gera vel við þig og næra þig í leiðinni.

Botn:

 • 4 msk sólblómafræ
 • 4 msk möluð hörfræ
 • 2 msk kakónibbur
 • 9 stórar steinlausar döðlur
 • Smá klípa af sjávarsalti

Fylling:

 • 2 bollar kókosmjöl
 • 2 vel þroskaðir bananar
 • 1 bolli kasjúhnetur
 • 5 msk hlynsíróp
 • 4 tsk agar agar flögur
 • 3 tsk Bloom Mojito matcha grænt te
 • 2 tsk vanillu extrakt
 • 1 dropi piparmyntu olía
 • nokkur fersk myntulauf til að skreyta

Aðferð:

 1. Allt í botninn sett í matvinnsluvél og unnið vel þar til blandan loðir vel saman
 2. Dreifið jafnt  yfir botninn á ca. 20cm víðu kökuformi og þjappið vel niður (líka hægt að setja í minna form fyrir þykkari köku eða deila á nokkur lítil form)
 3. Látið kasjúhnetur liggja í bleyti í a.m.k. 4 klst og sigtið svo vatnið frá og skolið hneturnar
 4. Setjið allt í fyllinguna nema matcha og piparmyntuolíu í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt
 5. Dreifið nú helmingnum af fyllingunni yfir botninn og stingið inn í frysti í 15 mínútur
 6. Bætið matcha og piparmyntu olíu út í restina af fyllingunni og blandið þar til blandan er fallega græn
 7. Hellið nú grænu fyllingunni yfir þá hvítu og geymið í kæli í nokkrar klst áður en borið er fram
 8. Flott að strá smá matcha dufti yfir og skreyta með ferskum myntulaufum áður en borið er fram