Ef þú hefur prófað lárperu og súkkulaði saman veistu að það virkar. Ef ekki, skaltu prófa þessa uppskrift! Hún er einföld og útkoman er svo stjarnfræðilega góð að þú munt blanda í þessar aftur og aftur. Silkimjúkar og hollar trufflur sem eru fljótar að seðja sykurpúkann.
Innihald:
- 3 vel þroskaðar lárperur (um 400gr af lárperuholdi)
- 65 gr hnetu-, möndlu- eða kasjúsmjör
- 30 gr Pulsin súkkulaði pea prótínduft
- 2 tsk vanillu extrakt
- 125 ml (1/2 bolli) hlynsíróp
- 40 g kakóduft
- 3 msk (45gr) fljótandi kókosolía (ekki heit)
- 1/2 tsk salt
- 40 gr pistasíukjarnar
Aðferð:
- Settu allt nema pistasíukjarna í matvinnsluvél og blandaðu þar til blandan er silkimjúk
- Færðu blönduna yfir í skál eða annað ílát og stingdu inn í frysti í um klukkustund, hrærðu í blöndunni eftir 30 mínútur
- Malaðu pistasíukjarnana í matvinnsluvél eða mortéli og settu í skál eða á disk
- Taktu nú skálina úr frystinum, notaðu skeið til að veiða upp deigið og mótaðu úr því kúlur (stærð eftir smekk). Veltu hverri kúlu upp úr pistasíumjölinu og raðaðu þeim á bökunarpappírsklæddan disk eða bretti
- Leyfðu þeim að stífna alveg áður en þú færir þær í loftþétt box og geymir í ísskáp eða frysti
- Best er að taka trufflurnar út 5-10 mínútum áður en þú ætlar að njóta þeirra
- Geymist í ísskáp í viku eða frysti í mánuð.
Þessi uppskrift er fengin frá peachypalate.com í samstarfi við Pulsin.
Um höfundinn:
I’m Shel but some people call me “Peachy”…I’m the food loving, fitness fanatic, blogger behind Peachy Palate, a website which is now my hub for all the paleo, keto and grain free recipes I create, hoping to inspire people to think outside the box, eating whole foods that truly nourish.