Eldamennskan gerist varla einfaldari en þetta magnaða salat. Snilld sem fljótlegur hádegisverður eða sem matarmikið meðlæti. Algjör næringarbomba!
Dugar fyrir 2 sem aðalréttur eða 4 sem meðlæti.
Innihald:
- 1 dós lífrænar Biona kjúklingabaunir, safanum hellt af og þær skolaðar
- 1 lárpera, skorin í bita
- 1 gúrka, skorin í bita
- Lítið búnt af steinselju, saxað
- 180 gr fetaostur í bitum (hægt að nota vegan ost ef þú ert vegan)
Blandaðu öllu saman í skál, helltu um 1/4 af salatsósunni yfir og blandaðu vel. Bættu við meiri salatsósu eftir smekk. Ef þú notar ekki alla sósuna geymist hún vel í lokuðu íláti í ísskáp í nokkra daga og má nota á næsta salat.
Salatsósan:
- 1 skarlottulaukur, skorinn í þunnar sneiðar
- 1/3 bolli lífræn Biona extra virgin ólífuolía
- 1/4 bolli lífrænt Biona eplaedik
- 2 msk lífrænt Biona dijon sinnep
- 2 tsk hunang (má nota hlynsíróp eða agave síróp)
- 1/2 tsk salt
- 1/4 tsk malaður svartur pipar
Blandað vel saman í skál eða hrist saman í stórri krukku
Uppskriftin er fengin frá biona.co.uk