Vegan blondínur með súkkulaðibitum

Blondínur eru svo frábær tilbreyting frá brownies! Eitthvað svo karamellukenndar og djúsí. Anna Guðný hjá Heilsa og vellíðan hefur hér skapað þessa dásamlegu uppskrift sem er töluvert hollari en meðal blondínan 🙂

Innihald:

 • 2 msk möluð chiafræ + 4 msk vatn
 • 2 dl eldaðar kjúklingabaunir (t.d. Biona úr dós)
 • 2 dl haframjöl frá Sólgæti
 • 4 msk kasjúhnetusmjör (keypt eða heimagert)
 • 3 msk kakósmjör
 • 3 msk hlynsíróp
 • 1 dl kókospálmasykur
 • 1 dl sykurlaus makademíuhnetumjólk frá Milkadamia (fæst t.d. í Heilsuhúsinu og Nettó)
 • 1 tsk eplaedik
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk vanilluduft
 • Gróft salt
 • 70 g 70% súkkulaði saxað gróflega

Aðferð:

 1. Hitaðu ofninn að 180°C og klæddu lítið bökunarform með bökunarpappír.
 2. Malaðu chiafræin í kaffikvörn og hrærðu þeim svo saman við vatnið og láttu þykkna
 3. Malaðu næst haframjölið í fínt mjöl í matvinnsluvél. Þá bætir þú kjúklingabaunum og kókospálmasykri saman við og lætur vinna í smá stund.
 4. Næst bætir þú öllu nema súkkulaðinu saman við og lætur vélina vinna þar til innihaldið er orðið að deigi.
 5. Ef deigið er svolítið heitt eftir blöndun er best að kæla það aðeins í ísskáp áður en þú blandar súkkulaðibitunum saman við það með sleif svo súkkulaðið bráðni ekki.
 6. Settu deigið í formið og bakaðu í 35-40 mínútur.

Þessa er hægt að geyma í frysti og eiga til góða!

Njótið!