Einfaldar vegan og glútenlausar pönnukökur með kókosrjóma!

Það getur verið svo mikil snilld að eiga pönnukökumixið frá Orgran uppi í skáp. Fyrirhöfnin gæti varla verið minni með með því að nota egg replacer í uppskriftina í stað eggja er hún líka vegan! Kókosrjóminn toppar svo unaðinn, passar einstaklega vel með.

Það er hún Sunna Ben hjá Reykjavegan sem á heiðurinn að þessari uppskrift.

Pönnukökurnar:

  • Blandið samkvæmt leiðbeiningum á pakka á bæði pönnukökumixi og egg replacer
  • Bakið á pönnu við miðlungshita þar til báðar hliðar eru gullnar og pönnukökurnar steiktar í gegn

Kókosrjóminn:

  • 1 dós Biona kókosmjólk – kæld í nokkra klukkutíma
  • 1/2 tsk vanilluduft frá Sonnentor
  • 1 tsk kókospálmasykur frá Sólgæti

Notið aðeins þykka hlutann úr kókosmjólkurdósinni. Hellið vatninu af. Látið í hrærivélarskál ásamt vanillu og kókospálmasykri og látið hrærast í dágóða stund. Líka hægt að hæra með handafli en rjóminn verður léttari og skemmtilegri ef hægt er að nota vél.

Berið fram með rjómanum, hlynsírópi, ávöxtum, hnetusmjöri eða bara hverju sem hugurinn girnist.

 

Pönnukökumixið og egg replacer fást m.a. hjá Heilsuhúsinu, Nettó og Fjarðarkaup

Myndir og uppskrift eru eign Sunnu Ben og má ekki afrita eða nota opinberlega nema með hennar leyfi.