Súkkulaðismjör – hollari útgáfan

Það sem þarf í þessa skemmtilegu uppskrift er eftirfarandi.
2 dl heslihnetur frá Sólgæti
1/3 tsk Maldon salt
3 msk lífrænt Biona kókos eða döðlu sýróp
2 msk Kakó frá Sólgæti
1 og 1/2 tsk af vanilludropar eða lífrænt vanilluduft frá Sonnentor (þá má nota aðeins meira af duftinu)
1 og 1/2 avocado

Aðferð:
Ristið hneturnar í ofninum á 190 gráðum í um það bil 10mín, en þá er hýðið farið að flaggna af. Hellið hnetunum yfir viskustykki, látið kólna og nuddið hýðið alveg af með því að rúlla þeim til inni í viskustykkinu.

Setjið svo hneturnar í matvinnsluvél og maukið þær. Látið ganga í 4-5 minútur eða þar til þær eru orðnar að mauki. Bætið svo við restinni af hráefnunum og látið ganga þar til maukið er orðið silkimjúkt.

Uppskriftin er hönnuð af Kristínu Steinarsdóttur matreiðslumanni.