Kínóabrauð uppskrift

Fyrir þá sem kunna vel að meta kínóa þá kemur hér skemmtileg uppskrift af Kínóa brauði! Kínóa er trefjaríkt og inniheldur mörg mikilvæg næringarefni og því góð ástæða fyrir því að prófa þetta ljúffenga brauð.

Uppskrift:
300 gr kínóa lagt í bleyti yfir nóttu
60 gr chiafræ
250 ml vatn
½ tsk matarsódi
1 tsk salt
½ sítróna (safi)
1 msk ólivuolia
1 dl sólblómafræ
2 tsk kúmen fræ
2 tsk fennel duft
+ ½ dl sólblómafræ til að setja ofanábrauðið

Aðferð: Hitið ofnin í 160 gráður, hellið kínóa sem var i bleyti í sgiti og skolið vel í köldu vatni látið leka vel af því í 20 min. Setjið chiafræ út í vatn og látið einnig standa í 20 min. Setjið kínoa og chiafræ í matvinsluvéln og látið maukast í uþb 1-2 min, bætið við kryddi ,matarsóda, salt, olíu og sólblómafræum blandið í 1-2 mín. Smyrjið jólakökumót með oliu og setjið deigið ofaní, setjið smá olíu ofaná brauðið og smyrjið það út með hendinni, sáldrið rest af sólblómafræum ofaná. Látið bakast í ofni í 1 ½ klukkutíma. Takið brauðið út og leyfið því að kolna alveg áður en það er tekið úr forminu. Best er að geyma brauðið í ísskáp.
Uppskrift sett saman af Kristínu Steinarsdóttur kokk, fyrir Sólgæti.