Súkkulaðipróteinkúlur

Algjörar bombur sem bragðast eins og alvöru nammi en eru svo miklu hollari. Prótín, góð fita og lítill sykur gera þessar kúlur að hinu fullkomna millimáli eða sætum bita með kaffinu.

Þessi snilld kemur frá Önnu Guðnýju hjá Heilsu og vellíðan. Gefum henni orðið:

Ég elska að eiga heimatilbúnar kúlur til í ísskápnum eða frystinum til að grípa í milli mála. Það er svo miklu skemmtilegra að útbúa svona góðgæti sjálfur í eldhúsinu heima heldur en að kaupa það í umbúðum út í búð. Gæðin og bragðið á heimatilbúnu góðgæti er svo margfalt betri og skilar sér svo sannarlega í aukinni vellíðan. Þessar kúlur eru ekkert smá góðar þó að ég segi sjálf frá en súkkulaðipróteinið frá pulsin sem að ég notaði í uppskriftina kom mér ekkert smá mikið á óvart. Það gefur kúlunum svo ótrúlega gott súkkulaðibragð og samt er innihaldslýsingin á próteininu mjög hrein og flott. Þetta prótein mun klárlega fylgja mér í fleiri uppskriftir sem ég hlakka til að deila með ykkur.

Súkkulaðipróteinkúlur

  1. Settu öll innihaldsefnin saman í matvinnsluvél og láttu hana vinna vel og lengi eða þar til að þetta er allt vel blandað saman.
  2. Svo býrð þú til kúlur með því að þjappa deiginu saman í lófanum og pressa því saman kúlur. Þú gætir haldið að deigið sé of þurrt en það er það ekki.
  3. Settu kúlurnar á stórt fat og ekki hafa þær þétt upp við hvora aðra. Kældu svo.
  4. Þegar að kúlurnar hafa kólnað er flott að setja þær í fallegt ílát og geyma þær svo í ísskápnum. Ef að magnið er of mikið fyrir þig þá er upplagt að taka helminginn og frysta í loftþéttu ílát.

Ef að döðlurnar eru frekar harðar þá mæli ég með því að leggja þær í bleyti yfir nóttu eða setja þær í heitt vatn í 20 mínútur. Helltu svo öllu vatninu af döðlunum og þerraðu þær aðeins áður en þú notar þær. Hafðu í huga að þú þarft sennilega minna af blautefnunum í uppskriftinni ef að þú bleytir döðlurnar. Ég þurfti ekki að bleyta mínar og það er ein af ástæðunum fyrir að ég elska lífrænu döðlurnar frá Sólgæti. Þær eru svo mjúkar og maður þarf ekki að leggja þær í bleyti.

Kúlurnar geymast best í kæli og mæli ég með að njóta þeirra beint þaðan. Gott er að hafa í huga að þær geymast ekkert rosalega lengi við stofuhita og munu fljótt molna þannig.

 

Uppskrift og myndir eru eign Önnu Guðnýjar Torfadóttur og má ekki afrita eða birta opinberlega nema með hennar leyfi.