Floradix járn – Fljótandi jurtajárn sem fer vel í magann

Ein algengasta orsök blóðleysis er járnskortur. Járn er mjög mikilvægur þáttur í framleiðslu á hemóglóbíni en það flytur súrefni með blóðinu.

Algengar orsakir járnskorts eru:

 • Fábreytt mataræði
 • Miklar tíðablæðingar hjá konum
 • Vandamál með upptöku járns en þá er undirliggjandi orsökin oftast einhver vandamál eða sjúkdómar í smáþörmum þar sem upptakan fer fram. Má þar t.d. nefna Selíaksjúkdóminn (glútenóþol) og Crohns en járnskortur er þekktur fylgifiskur þeirra.

Ýmislegt annað getur valdið blóðleysi, eins og t.d. langvarandi bólgur í líkamanum, aðgerðir, sýkingar, magasár, gyllinæð, ristilpokar, meðganga, lifrarskemmdir, skjaldkirtilssjúkdómar, liðagigt og meðfæddir blóðsjúkdómar.

Algeng einkenni járnskorts eru:

 • Þreyta
 • Orkuleysi
 • Svimi
 • Föl húð
 • Hjartsláttartruflanir
 • Höfuðverkur
 • Handa- og fótkuldi
 • Brjóstverkir

Fæstir fá öll einkennin og auðvitað geta þessi einkenni verið merki um eitthvað allt annað en blóðleysi. Því er mikilvægt að leita til læknis og fá blóðprufu til að kanna málið.

Ef járnskortur er til staðar er nauðsynlegt að taka inn bætiefni til að ná upp gildunum.

Floradix er járnmixtúra með C vítamíni, B vítamínum, járnríku grænmeti, ávöxtum og jurtum.

 • Járn glúkonat sem er auðnýtanlegt form járns
 • C vítamín eflir upptöku járns í líkamanum
 • B vítamín styðja við eðlilega starfssemi taugakerfis og eðlilega orkuvinnslu líkamans

Floradix er bragðgóð og fer vel í magann. Hún hentar á meðgöngu og má gefa börnum með járnskort frá 3 ára aldri.

Þú getur tekið Floradix óblandaða eða út í vatn eða safa. Sniðugt að blanda í rauðrófusafa því hann er líka járnríkur.

Floradix fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum margra matvöruverslana