Sesamkex með engifer og sítrónu

Heimagert hrökkbrauð sem er gott með hvaða áleggi sem hugurinn girnist. Stútfullt af næringu og trefjum.

Innihald:

 • 30 gr bókhveiti mjöl
 • 30 gr sesamfræ
 • ¼ tsk lyftiduft
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 15 gr tahini án salts
 • 20 ml vatn
 • Innihald 2 poka af YOGI ginger lemon tei
 • Smá svartur pipar

Aðferð:

 • Hitið ofninn að 180°C
 • Setjið allt saman í skál og blandið vel saman
 • Skiptið blöndunni í 4 parta og búið til kúlu úr hverjum parti
 • Fletið hverja kúlu út á smjörpappírsklædda bökunarplötu
 • Smyrjið smá tahini á hverja plötu og stráið smá salti og pipar yfir líka
 • Bakið í 15 mínútur