Glútenlaust brauð með sætri kartöflu

Gott og glútenlaust brauð sem er gott með gómsætu áleggi eins og hummus, pestó eða avocado. Hægt að baka sem hleif eða bollur.

Gerir 1 brauðhleif – tekur 55 mín

Innihald þurrefni:

 • 300 gr brúnt hrísgrjónamjöl
 • 150 gr möndlumjöl
 • 36 gr lyftiduft
 • 1 tsk sjávarsalt
 • Innihald 3 poka af YOGI Bedtime tei

Innihald blautefni:

 • 480 gr sæt kartafla
 • 3 msk hvítt möndlusmjör
 • 6 msk vatn eða möndlumjólk
 • 3 msk hörfræ
 • 9 msk vatn

Aðferð:

 • Hitið ofninn að 180°C
 • Bakið sætu kartöfluna í hýðinu í 30-40 mínútur eða þar til hún er mjúk í gegn og kælið svo
 • Afhýðið og maukið sætu kartöfluna með gaffli
 • Blandið öllum þurrefnum saman í stórri skál
 • Blandið saman maukuðu sætu kartöflunni, möndlusmjöri og 6 msk af vatni eða möndlumjólk
 • Malið hörfræ í kvörn eða mortéli, hrærið 9 msk af vatni samanvið og látið bíða þangað til blandan er orðin gelkennd. Blandið svo saman við sætkartöflublönduna.
 • Blandið nú öllu innihaldsefnum vel saman með sleif eða höndunum
 • Setið bökunarpappír í kökuform og dreifið deiginu jafnt í það
 • Stráið nokkrum heilum hörfræjum yfir
 • Bakið í 25-30 mínútur, takið úr forminu og látið kólna