Styrkjandi lárperusósa með sólhatti og hvítlauk

Þessi er góð sem álegg á brauð, vefju eða kex en líka frábær út í salöt!

Bragðmikil og næringarrík.

Innihald:

  • 2 mjúkar lárperur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • ¼ tsk sjávarsalt
  • 1 tsk (eða meira eftir smekk) lime safi

Aðferð:

  • Hitið ofninn að 180°C
  • Bakið hvítlauksgeirana í hýðinu í 30 mínútur
  • Takið úr ofninum, látið kólna og afhýðið
  • Setjið allt í blandara og blandið þangað til sósan er silkimjúk
  • Líka hægt að mauka með gaffli