Prótínríkur „Pina colada“ þeytingur

Frískandi og seðjandi þeytingur sem er afar einfalt að skella í. Frábær sem morgunmatur eða eftir æfingar. Líka hægt að hella í íspinnaform og eiga í frystinum þegar þig langar í ís.

Innihald:

  • 100 g ferskur ananas
  • 20 g Pulsin vanillu whey prótein (Notið pea próteinið, vanilluduft og smá stevíu eða hlynsíróp ef þið viljið hafa hann vegan)
  • Handfylli af spínati (má sleppa)
  • 150 ml kókosmjólk
  • 100 ml ananassafi (eða eplasafi)
  • ½ frosinn banani
  • 3-4 ísmolar

Aðferð:

  1. Skellið öllu í blandara og blandið þar til silkimjúkt.
  2. Njótið!

 

Uppskrift fengin frá Pulsin