Orkukúlur með Terranova-tvisti

Svona orkukúlur er alltaf gott að eiga í frysti. Æðislegur millibiti og þessar eru einstaklega næringarríkar og orkugefnandi því leyni-innihaldið er Maca og reishi duftið frá Terranova!

Það gerir þær líka að frábærum kosti fyrir eða eftir æfingar því duftið inniheldur líka t.d. rauðrófur, spirulinu og fleira sem nærir og eflir.

Innihald:

  • 1 bolli möndlusmjör
  • 2 bollar haframjöl
  • 2 epli, afhýdd og kjarnhreinsuð
  • 1 mæliskeið af Maca og Reishi dufti frá Terranova
  • 2 msk hlynsíróp (meira eða minna eftir smekk)

Skellið öllu í matvinnsluvél og látið hana vinna þar til allt hefur blandast vel saman.

Ef þú átt ekki matvinnsluvél er hægt að rífa eplin á rifjárni og hnoða svo allt saman með höndunum eða í hrærivél.

Gott er að kæla deigið í ísskáp í klukkutíma, móta svo kúlur með höndunum og rúlla þeim uppúr haframjöli.

Geymist í kæli eða frysti.

 

 

Uppskrift og mynd eru fengin af instagramsíðu Terranova: @terranovahealth