Ofnristaðar hnetur – fullkomin blanda af sætu og söltu

Ristaðar hnetur eru frábært millimál eða helgarnasl. Þessar slökkva bæði salt og sykurlöngun og næra þig í leiðinni.

Innihald salt:

 • 40 gr kasjúhnetur
 • Innihald úr 1 YOGI ginseng flower tepoka
 • 2 msk avocado olía
 • 1/2 tsk sjávarsalt

Innihald sætt:

 • 40 gr kasjúhnetur
 • Innihald úr 1 YOGI bedtime tepoka
 • 4 msk síróp (kókos, hlyn, döðlu eða agave)

Aðferð:

 • Hitið ofninn að 150°C
 • Blandið sæta og salta í sitthvorri skálinni
 • Takið öll innihaldsefni hvors um sig og blandið vel saman
 • Dreifið nú hnetunum jafnt á bökunarplötu, sætt öðru megin og salt hinu megin
 • Bakið í 5-10 mínútur eða þangað til hneturnar eru gullnar að lit og ilma
 • Fylgist vel með til að brenna ekki hneturnar, þær gætu þurft lengri eða skemmri tíma