Kasjú „sýrður“ rjómi

Kasjúrjómi

Þetta er kærkomin uppskrift fyrir alla sem elska sýrðan rjóma en þola ekki mjólkurvörur eða vilja ekki borða þær. Passar vel með mexíkóska matnum, inn í vefjur, út í súpur eða sem grunnur að góðri ídýfu.

Innihald:

 • 250 gr kasjúhnetur
 • 200 ml vatn (+ meira eftir þörfum)
 • 1 msk næringarger
 • 1/4 tsk salt
 • 1 msk sítónusafi (eða meira eftir smekk)

Aðferð:

 • Leggið kasjúhnetur í bleyti yfir nótt
 • Hellið vatninu af og skolið þær vel
 • Setjið allt í blandara og maukið þangað til blandan er silkimjúk
 • Stundum þarf að stoppa blandarann og skafa niður með hliðunum og halda svo áfram
 • Einnig má bæta við meira vatni ef blandan er of þykk
 • Geymist í kæli í um 1 viku – „rjóminn“ þykknar meira í kæli