Paleo gulrótabeyglur

Gómsætar beyglur sem eru lágar í kolvetnum, passa í hvert mál og hægt að toppa með hverju sem hugurinn girnist.

Innihald:

 • 4 egg
 • 1 1/2 dl möndlumjöl frá Sólgæti
 • 1 1/2 msk kókoshveiti frá Sólgæti
 • 1/2 tsk matarsódi frá Sólgæti
 • 2 msk brædd kókosolía frá Sólgæti
 • 2 msk psyllium husk trefjar
 • 1/2 tsk salt
 • 2 dl rifnar gulrætur
 • 1 dl sólblómafræ frá Sólgæti
 • 1 msk hunang
 • Sesamfræ eða sólblómafræ til að strá ofaná

Aðferð:

 1. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél nema gulrætur og sólblómafræ
 2. Blandið í 30-60 sek
 3. Setjið blönduna í skál og blandið gulrótum og sólblómafræjum varlega saman við
 4. Látið standa í 10 mínútur
 5. Hitið ofninn að 200°C
 6. Skiptið deiginu í 6 parta og setjið hvern part á bökunarplötu með smjörpappír með skeið og mótið í hálf flatan hring
 7. Notið fingur til að búa til gat í miðjuna á beyglunni
 8. Bakið í 20-30 mínútur

Toppið með klassísku áleggi eins og rjómaosti og reyktum laxi eða osti og sultu. Líka gott með hummus, pestó, hnetusmjöri eða hverju sem hugurinn girnist.