Algjörir nammiboltar sem eru stútfullir af góðri næringu.
Snilld að eiga í frystinum þegar sykurpúkinn lætur á sér kræla eða handa góðum gestum.
Innihald:
- 150 gr steinlausar döðlur frá Sólgæti
- 100 gr brasilíuhnetur frá Sólgæti
- 1 msk kókosolía
- 1 msk Lifedrink duft frá Terra nova (má líka nota hveitigras duft eða spirulinu duft)
- 1/2 tsk Bloom matcha grænt te
- 1 bolli kókosmjöl frá Sólgæti
Aðferð:
- Setjið allt nema kókosmjöl í matvinnsluvél
- Vinnið allt vel saman þar til blandan loðir vel saman. Gott að nota „pulse“ stillinguna hér
- Látið bíða í kæliskáp í 30-60 mín, auðveldara að móta úr köldu deiginu
- Mótið litlar kúlur með höndunum
- Veltið kúlunum upp úr kókosmjöli
- Geymist í kæli í viku eða 3 mánuði í frysti