Kjúklingabaunasnakk

Fyrir prótein unnendur þá er þetta alger snilld.

Kjúklingabaunir frá Sólgæti útbúnar eftir leiðbeiningum aftan á pakka. (leggið í bleiti yfir nótt og sjóðið svo í c.a. 15 mín). Takið vatnið af og dreifið baununum á ofnplötu, kryddið vel með grófu salti og pipar. Ristið svo baunirnar í ofni á 180 – 200 gráðum í um það bil klukkutíma, stundum aðeins lengur. Munið að hreyfa aðeins við þeim í ofninum svo þær nái að bakast vel. Baunirnar eiga að verða alveg stökkar enda bestar þannig. Að lokum er bara að setja þær í skál, dreifa aðeins meira af grófu salti yfir og njóta.