Kasjúhnetumjólk – æðisleg vegan jurtamjólk

Nú er hægt að fá gott úrval af alls konar jurtamjólk úti í búð en það er samt ekkert sem jafnast á við heimagerða. Þá veistu líka nákvæmlega hvað fer í hana og losnar við öll aukaefni.

Þessi er einstaklega einföld og ljúffeng, frábær út í kaffi, í chiagrautinn, boostið eða bara ísköld í glas með góðri köku.

Innihald:

  • 1 bolli kasjúhnetur frá Sólgæti
  • 1 L kalt vatn
  • 1/4 tsk vanilluduft frá Sonnentor
  • 4 steinlausar döðlur

Aðferð:

  1. Leggðu kasjúhnetur í bleyti í a.m.k. 4 klst
  2. Helltu vatninu af þeim og skolaðu þær vel
  3. Skelltu nú öllu í blandara og blandaðu á mesta hraða í 1-3 mínútur
  4. Síaðu í gegn um hreinan klút eða síupoka
  5. Geymdu í lokaðri flösku í ísskáp
  6. Geymist í 4-5 daga í kæli