Ashwagandha – jafnvægisrótin

Indverska læknishefðin, Ayurveda, hefur á síðustu árum náð sífellt meiri fótfestu á Vesturlöndum. Þessi ævaforna hefð er ansi ólík því sem við þekkjum en hún felst m.a. annars í því að nota ýmsar jurtir til að bæta heilsuna.

Ashwagandha er ein þeirra jurta sem er hvað mest í hávegum höfð innan Ayurveda. Hún er það sem kallast adaptógenísk jurt (adaptogenic) sem þýða má sem jafnandi eða aðlagandi í þeirri merkingu að hún er talin stuðla að jafnvægi og hjálpa líkamanum að aðlagast og takast betur á við streitu, þreytu og orkuleysi.

Hún er oft kölluð „the mood root“ á ensku enda þykir hún sérstaklega góð til að koma jafnvægi á skapið.

Ashwagandha hefur mikið verið rannsökuð og hafa niðurstöður ítrekað stutt við þá virkni sem jurtin hefur svo lengi verið þekkt fyrir.

Ashwagandha Gula miðans er 100% lífræn, möluð rót án allra aukaefna. Mild og hrein.

Fæst hjá Heilsuhúsinu, Lyfju, Lyfjum og Heilsu, Apótekaranum, Fjarðarkaup, Akureyrarapóteki, Garðsapóteki, Árbæjarapóteki og Heilsuveri