Það er dásamlegt að eiga svona holla nammibita í frystinum þegar sykurpúkinn mætir á öxlina.
Þessar kúlur eru bæði einfaldar og góðar. Þær eru vinsælar hjá börnum og fullorðnum og næra bæði líkama og sál.
Innihald:
- 250 gr döðlur frá Sólgæti
- 1 krukka möndlusmjör frá Biona
- 2 msk kókosolía frá Sólgæti
- 1/2 dl krákakó frá Raw chocolate company
- 1 dós kókosmjólk frá Biona (Bara þykki parturinn notaður, vatninu hellt frá og t.d. notað í smoothie eða súpu)
- Smá gróft salt
Aðferð:
- Öllu skellt í matvinnsluvél og blandað þar til deigið er mjúkt og loðir vel saman
- Settu deigið í ísskáp í 30-60 mín svo það stífni aðeins, þá er auðveldara að móta kúlur úr því
- Mótaðu kúlur, veltu þeim uppúr hrákakói og raðaðu þeim í loftþétt ílát (Best er að þær snertist lítið sem ekkert svo þær festist ekki saman. Ef þú þarft að raða fleiri en einni hæð er sniðugt að hafa smjörpappír á milli)
- Kúlurnar geymast best í frysti en líka í ísskáp í ca. viku
Njótið!
Uppskrift og myndir koma frá Önnu Guðnýju hjá Heilsa og Vellíðan. Hvort tveggja er hennar eign og má ekki birta opinberlega nema með hennar leyfi.