Fögnum fjölbreytni í mataræði – áskorun!

Að halda matardagbók getur verið gríðalega gagnlegt. Þú færð betri tilfinningu fyrir því hvað þú borðar, hve mikið og hvaða áhrif maturinn hefur á þig. Mæli með því fyrir alla að prófa það!

Í dag langar mig samt að stinga upp á aðeins öðruvísi matardagbók. Eiginlega áskorun. Þetta er nokkurs konar tilraun til að kanna hversu fjölbreytt mataræðið er.

Persónulega gríp ég sjálfa mig reglulega við að leita aftur og aftur í sama matinn, sömu tegundir af grænmeti og ávöxtum, sömu réttina sem ég veit fjölskyldan muni borða frekar en að prófa eitthvað nýtt.

Fjölbreytni er nefnilega mikilvæg og góð. Í mataræði alveg eins og í samfélaginu og lífinu almennt.

Skiptu reglulega út því sem þú toppar hafragrautinn með og auktu þannig fjölbreytni. Epli, kanill og chiafræ einn daginn. Hnetusmjör, banani og hörfræ þann næsta o.s.frv.

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða fjölbreyttara fæði eru með fjölbreyttari og öflugri þarmaflóru. Það er eitthvað sem við ættum öll að stefna að því að þarmaflóran skiptir gríðarlega miklu máli. Hún hefur áhrif á allt, auðvitað alla meltingu en líka ónæmiskerfið og geðheilsuna til dæmis.

Áskorunin stendur yfir í eina viku og virkar svona:

Yfir vikutímabil skráir þú eina tegund af mat í hvert box. Þó þú borðir sömu fæðu tvisvar skráir þú hana bara einu sinni. Markmiðið er að fylla alla 50 kassana á einni viku. Að borða 50 fæðutegundir á einni viku. Ég ætla að vera pínu ströng og koma nokkrar reglur:

  1. Þú mátt ekki skrá neitt sem hefur viðbættan sykur. Nammi, kökur og kex telja ekki.
  2. Markmiðið er að borða sem flestar tegundir af grænmeti.
  3. Brauðmeti má bara skrá oftan en einu sinni ef það er út sitt hvorri korntegundinni. T.d. venjulegt brauð úr hveiti og rúgbrauð má fá sitt hvora skráninguna en t.d. vefja, píta og samlokubrauð fá bara eina skráningu saman = brauð/hveiti.

Ég vona að þetta hvetji þig til að prófa eitthvað nýtt og skoða betur hvað hillur verslana hafa uppá að bjóða. Enn fremur hvet ég þig til að velja sem mest hreina, óunna fæðu í góðum gæðum.

Góða skemmtun!

50 Fæðutegundir á viku áskorunin: Byrjar dags:                                  Endar dags:

Notaður góðar olíur eins og þessa extra virgin ólífuolíu til að fá nauðsynlegar fitusýrur daglega. Hörfræja-, hampfræja, sesam- og hnetuolíur eru líka frábærir kostir sem má nota í ýmsa matargerð.

 

Skráðu hér olíur, krydd, edik og annað sem þú notar í litlu magni.

Tilvalið að prenta út og hengja á ísskápinn svo þú munir frekar eftir því.

Góða skemmtun!

Tómat passata má nota í ótalmarga rétti eins og súpur, pottrétti og ýmsa pastarétti.
Kínóa eru litlar næringarbombur. Það er hægt að nota á marga vegu, t.d. í salöt, súpur eða graut. Prófaðu að hvíla hrísgrjónin og prófa kínóa í staðinn.
Að prófa ný krydd er góð leið til að auka enn á fjölbreytni. Túrmerik er t.d. snilld í marga indverska rétti auk þess að vera gríðarlega hollt.