Hnetusmjörskúlur með höfrum og hunangi

Svona kúlur klikka bara aldrei. Alltaf góð hugmynd að gera vænan skammt og geyma í frysti fyrir neyðartilfelli.

Ef þú elskar hnetusmjör muntu elska þessar og ekki vera hissa þó restin af fjölskyldunni muni gera það líka.

Innihald:

 • 1 bolli haframjöl
 • 2/3 bolli kókosflögur
 • 8 msk Whole Earth 3 nut butter (Eða Whole Earth hnetusmjör)
 • ½ bolli möluð hörfræ
 • ½ bolli kakónibbur eða súkkulaðibitar (má sleppa)
 • 1/3 bolli hunang eða síróp (döðlu, kókos eða agave)
 • 1 tsk vanillu extrakt

Aðferð:

 • Hrærið öllu vandlega saman í skál
 • Kælið í ísskáp í 30 mínútur
 • Mótið í kúlur
 • Geymið í loftþéttu boxi í ísskáp eða frysti