Græn smoothie skál

Dúndur morgunmatur sem sparkar þér í gang.

Næringarbomba sem gefur þér orkuskot án þess að valda skjálfta, þökk sé matcha!

Meira um matcha grænt te hér.

 

Innihald:

 • 1 vel þroskað mangó í bitum
 • 100 gr ananas í bitum
 • 1 vel þroskaður banani
 • 2 handfyllir af spínati
 • 50 ml jurtamjólk
 • 1 tsk Matcha grænt te (má sleppa)
 • 1 msk chia fræ

Ofaná t.d.:

 • Múslí
 • Kókosmjöl
 • Fersk ber
 • Hampfræ
 • Hnetusmjör

Aðferð:

 • Setjið allt í blandara
 • Blandið þar til silkimjúkt
 • Hægt er að nota frosna ávexti ef þú vilt þykkari blöndu
 • Ef þú vilt þynnri blöndu, má bæta meiri jurtamjólk útí
 • Hellið blöndunni í skál og toppið með því sem hugurinn girnist