Chiagrautur er frábær sem morgunmatur, millimál eða bara hvenær sem þér sýnist.
Hann er léttur í maga en mjög seðjandi og stútfullur af trefjum sem halda meltingunni gangandi.
Chiagrautur
Stór uppskrift sem dugar fyrir 2-3 skammta, sniðugt að eiga inni í ísskáp fyrir vikuna en líka hægt að minnka uppskriftina að vild.
Innihald:
- 700ml möndlumjólk
- 9msk chiafræ
Aðferð:
- Blandaðu möndlumjólk og fræjum saman í skál og pískaðu saman í 1-2 mínútur.
- Leyfðu fræjunum að drekka mjólkina alveg í sig áður en þú borðar eða berð fram, sniðugt að gera þetta kvöldinu áður og eiga tilbúið um morgunninn.
Þú getur svo sett hvað sem hugurinn girnist út á grautinn t.d. ferska ávexti og ber, þurrkaða ávexti, hnetusmjör, möndlusmjör, kakónibbur, kanil o.s.frv.
Það er líka æði að blanda honum við þennan hindberjaþeyting!
Innihald:
- 1/2 lífrænt epli
- 1 dl frosin hindber
- 2 dl heimagerð möndlumjólk
- 1/4 tsk vanilluduft
Aðferð:
- Skelltu öllu í blandara og blandaðu þar til silkimjúkt
Uppskrift og myndir eru í eigu Önnu Guðnýjar Torfadóttur hjá Heilsa og Vellíðan.