Heimagerð möndlumjólk

Það er fátt betra en heimagerð möndlumjólk, það er einfaldlega himinn og haf á milli hennar og þeirra sem maður kaupir tilbúnar.

Það er líka einfaldara en margur heldur að búa hana til, í alvöru 🙂

Þessi uppskrift kemur frá henni Önnu Guðnýju hjá Heilsa og vellíðan og er alveg skotheld eins og hennar er von og vísa.

Innihald:

  • 2dl lífrænar möndlur frá Sólgæti (lagðar í bleyti yfir nótt)
  • 1 líter kalt vatn
  • 4 steinlausar döðlur
  • 1/4 tsk vanilluduft frá Sonnentor
  • Klípa af sjávarsalti

Aðferð:

  • Helltu vatninu af möndlunum sem legið hafa í bleyti yfir nótt og skolaðu þær vel
  • Skelltu möndlunum svo í blandara ásamt vatni, döðlum, vanillu og salti
  • Láttu blandarann vinna í 1-2 mínútur
  • Síaðu nú möndlumjólkina í gegn um síupoka (fæst t.d. hér) eða hreinan klút
  • Helltu mjólkinni í flösku og geymdu í kæli (geymist í 3-4 daga)

Möndlumjólk er hægt að nota á marga vegu, t.d. í grauta, þeytinga, í kaffi og í ýmsa matargerð. Hana má í raun nota í hvað sem þú myndir nota aðra mjólk í.

 

Uppskrift og myndir eru í eigu Önnu Guðnýjar Torfadóttur.