Lífrænn orkudrykkur án aukaefna með koffíni úr mate og guarana

Hefur þú spáð í innihalda þeirra orkudrykkja sem landinn teygar eins og lífsins lind þessi misserin?

Margir þeirra innihalda ýmis gervi og aukaefni eins og gervisætu og litarefni sem margir kjósa að forðast.

Biotta bio energy er hreinn ávaxtasafi úr vínberjum, aronia berjum, sólberjum og acai með koffíni úr mate tei og guarana ávextinum.

Engin aukaefni, viðbættur sykur eða gervi-neitt.

Í hverjum skammti er álíka mikið koffín og í einum kaffibolla auk næringar og andoxunarefna úr lífrænum ávöxtunum.

Þessi er frábær fyrir æfingar eða þegar þú þarft eitthvað náttúrulega hressandi.

Biotta Bio energy fæst í Nettó, Hagkaup, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup.