Heslihnetu – Chia grautur – létt og gott í maga
1 dl heitt vatn
10 stk heslihnetur frá Sólgæti
2 msk chia fræ frá Sólgæti
1 msk Raw CC hempprótein (ef vill)
1 msk Raw CC lífræn hempfræ
1 tsk Rowse acacia hunang
1 tsk Sólgætis kókos olia
1 msk Lífrænn sítrónu safi og börk af 1/3 lífrænu sítrónunni
Stráið örlitlu Maldon salti yfir
Aðferð:
Blandið heita vatninu og heslihnetunum saman í mixara þar til hneturnar eru næstum uppleystar. Setjið allt saman í skál, og blandið vel saman.
Gott er að strá hempfræjum yfir, skera niður ferskan ananas, bláber, eða jarðaber til að skreyta og bragðbæta með.