Jackfruit er stærsti ávöxturinn sem vex á trjám. Hann er notaður um heim allan í í staðinn fyrir kjöt í ótrúlegu úrvali af réttum. Kostir jackfruit:
- Inniheldur hluta af ráðlögðum daglegum skammti af trefjum og B6 vítamín og inniheldur einnig C- vítamín og kalium.
- Jackfruit er vegan
- Jackfruit inniheldur ekki natríum, gervilit og glúten
Fyrir: 2-4. Eldundartími: 15 mínútur
Innihaldsefni:
- 2 msk olífuolía
- ½ rauður laukur, skorinn í litla bita
- 4 hvítlauksgeirar, skornir í litla bita
- 1/3 rauður chilli, skorinn í litla bita og það má bæta meira í. Fer eftir því hversu sterkt þú vilt hafa þetta.
- 1 dós Biona Jackfruit, safinn tekinn frá og skorinn í litla bita
- 1 tsk chili duft
- 1 tsk cumin
- 1 tsk reykt paprika
- Salt og pipar eftir smekk
- Tómatar
- Avocado
- Kóríander
- Límóna
- Sýrður rjómi
Aðferð:
- Taktu safann af Jackfruit og skerðu í litla bita.
- Hitaðu olíuna á pönnu og steiktu rauðlaukinn, hvítlaukinn og chili í um 5-6 mínútur.
- Bættu við Jackfruit og öllum kryddunum ásamt salti og pipar og leyfðu að vera á pönnunni í um 3-5 mínútur.
- Berðu fram með vefjum eða tacoskeljum ásamt skornum, tómötum, avocado, kóríander, sýrðum rjóma og límónu.
Verði þér að góðu.

🛒 Biona matvörurnar fást í helstu matvöruverslunum, netverslun Nettó, Krónu appinu og verslunum og netverslun Heilsuhússins.