Baunapönnukökur

Tími fyrir pönnukökur. Baunapönnukökur fyrir þá sem þora!

Uppskrift:
150 g hvítar Haricot baunir
2 egg
1 dl kókosmjöl
1 dl möndlumjöl
2 msk hunang (Rows)
2 msk sólblómafræ
1 tsk psyllium trefjar
1/2 dl mjólk/kókosmjólk
1 sítróna
1 stk. vanillustöng/dropar
1 tsk sjávarsalt
1 msk smjör/kókosolía

Aðferð:
Setjið baunir í bleyti yfir nótt og sjóðið skv. leiðbeiningum. Skolið baunirnar og látið leka af þeim. Rífið sítrónubörk, skerið vanillustöng langsum og skafið innan úr. Blandið hráefnum saman, t.d. í blandara, þar til allt er orðið kekkjalaust. Bræðið smjör/kókosolíu og hrærið saman við deigið. Steikið upp úr smjöri eða kókosolíu á meðalháum hita. Berið fram með hunangi, rifnum sítrónuberki og kókos.

Höfundur: Kristín Steinarsdóttir kokkur