Heitt súkkulaði

Heitt súkkulaði er svo mikill lúxus og vekur upp hlýjar minningar hjá mörgum. Kannski af ömmu sem gerði alltaf sitt rómaða súkkulaði um jólin, kannski af heitu súkkulaði og ristuðu brauði með osti eftir dásamlegan dag með fjölskyldunni við snjóhúsagerð.

Það er bara eitthvað við heitt súkkulaði og það er hægt að gera vegan útgáfu án þess að fórna neinu í bragðgæðum. Það sannast í þessari dásamlegu uppskrift frá Önnu Guðnýju hjá Heilsa og vellíðan.

Innihald:

Aðferð:

  1. Settu allt í pott og hitaðu á vægum hita. Hrærðu í með písk svo allt blandist vel þar til þetta er passlega heitt.
  2. Smakkaðu til, bættu við meiri sætu ef þú vilt eða meira kakó ef þú vilt það.
  3. Ef þú ert í stuði er svo hægt að krydda súkkulaðið með t.d. smá cayenne pipar, kanil eða kardamommum.

ATH. ef þú notar venjulegt kakóduft þarftu minna magn og þá er mikilvægt að smakka til.

 

Uppskrift og myndir eru í eigu Önnu Guðnýjar Torfadóttur og má ekki afrita til opinberrar birtingar nema með  hennar leyfi.