Heimagert súkkulaðiálegg – hollara nutella með Terranova tvisti

Ég elska svona uppskriftir, svona hollari útgáfur af einhverju sem er vanalega rosalega sykrað og óhollt. Samt er engu fórnað hvað bragðgæði varðar.

Þetta súkkulaðiálegg er hrikalega gott á alls konar. Á pönnukökur, kex, sem krem á köku eða í hina ýmsu hráfæðis-eftirrétti.

Leynda innihaldsefnið er fjölvítamín frá Terranova! Súkkulaði sem er líka fjölvítamín! Gerist ekki mikið betra.

Innihald:

  • 1 bolli heslihnetur
  • 1 bolli steinlausar döðlur
  • 2 msk kókossmjör (coconut butter)
  • 2 tsk kókosmjöl
  • 1/2 tsk vanillu extrakt eða vanilluduft
  • 3 tsk kakóduft
  • 2-3 msk möndlumjólk
  • Innihaldið úr 2 Terranova Living Multinutrient hylkjum (auðvitað er hægt að sleppa þessu en ég mæli samt með að hafa þetta með)

Aðferð:

Öllu skellt í blandara og blandað þar til silkimjúkt. Ef þetta er of þykkt má bæta við smá möndlumjólk.