Heilsa ehf – Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2018

Það var með stolti sem við tókum á móti viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2018!

VR veitti 15 fyrirtækjum í hverjum flokki þessa viðurkenningu og við erum þeirra á meðal.

„Mörg þessara fyrirtækja eru ofarlega á lista hverju ári, hvernig sem staðan er og hvort sem árar vel eða illa. Það ber vott um styrka og skilvirka mannauðsstjórnun.“

Ekki slæmur vitnisburður þetta og ætlum við að halda ótrauð áfram á sömu braut og vonandi standa okkur enn betur næst. Stefnan verður tekin á Fyrirtæki ársins á næsta ári!

Við þökkum VR kærlega fyrir um leið og við þökkum öllu okkar frábæra starfsfólki fyrir vel unnin störf. Það er liðsheildin sem skilar svona árangri!