Granóla með matcha og vanillu

Hressandi granóla sem er bæði einfalt að útbúa og gott að gæða sér á.

Frábært í morgunmat út á jógúrt eða með jurtamjólk, til að toppa smoothie skálina eða jafnvel út á ís!

Innihald:

 • 1 1/2 bolli tröllahafrar frá Sólgæti
 • 1/2 bolli kasjúhnetur frá Sólgæti
 • 1 msk kókosolía
 • 2 msk hunang
 • 3/4 tsk Bloom matcha te
 • 1/4 tsk vanillu duft frá sonnentor
 • 1/3 bolli kókosflögur frá Sólgæti

Aðferð:

 1. Hitið ofninn að 180°C og setjið bökunarpappír í ofnskúffu
 2. Bræðið saman kókosolíu og hunang
 3. Saxið kasjúhnetur gróft og setjið í skál ásamt höfrum, kókosflögum vanillu og matcha dufti.
 4. Hellið kókosolíu og hunangi yfir og blandið vel saman
 5. Dreifið blöndunni jafnt í ofnskúffuna og bakið í 12-14 mínútur
 6. Fylgist vel með bakstrinum, hrærið í blöndunni á 5 mín fresti og passið að hún brenni ekki
 7. Granólað er tilbúið þegar það ilmar og er gullinbrúnt
 8. Takið úr ofninum og leyfið granólanu að kólna alveg áður en það er sett í loftþétta krukku til geymslu