Þetta gæti verið hinn fullkomni orkubiti! Fullt af hollri fitu, prótíni og trefjum í hverjum bita og matcha grænt te er rúsínan í pylsuendanum sem gefur þér auka kraft og eflir einbeitingu.
Makkarónur
- 1 2/3 bollar kókosflögur
- 1 msk kókosolía
- 2 msk hunang
- 1/2 tsk Bloom matcha duft
- 1/4 bolli kasjúhnetur
Vanillukrem
- 1/2 bolli kasjúhnetur
- 1/6 bolli möndlumjólk (ca.50ml)
- 1/2 tsk vanillu extrakt
- 1 msk kókosolía
- 1 msk hunang
Aðferð:
- Makkarónur: Malið kasjúhnetur í matvinnsluvél þangað til þær eru orðnar að mjöli. Blandið restinni af innihaldsefnunum saman við og blandið þangað til allt loðir vel saman. Mótið kúlur úr deiginu með höndunum, setjið á disk eða plötu og kælið í ísskáp í u.þ.b. hálftíma.
- Vanillukrem: Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þangað til kremið er mjúkt og kekkjalaust. Setjið smá krem á hverja makkarónu og berið fram. Til að ná kreminu silkimjúku er best að leggja kasjúhneturnar í bleyti í a.m.k. 4 klst áður, þá blandast þær betur. Afgangs krem má nota í eftirrétti eða í stað rjóma eða búðings.