Grænn og guðdómlegur hummus

Hér er búið að poppa upp hinn klassíska hummus og „grænvæða hann“!

Útkoman er bæði falleg og bragðgóð og skemmtileg tilbreyting.

Innihald:

 • 3 kúfaðar msk tahini
 • 4 msk ferskur sítrónusafi
 • 2 msk ólífuolía
 • 15 gr grófsöxuð fersk steinselja
 • 60 gr grófsaxað ferskt spínat
 • 2-3 msk grófsaxaður graslaukur
 • 1 stór hvítlauksgeiri, saxaður smátt eða rifinn á rifjárni
 • Sjávarsalt eftir smekk
 • 1 dós lífrænar kjúklingabaunir frá Biona, vatninu hent og þær skolaðar með köldu vatni

Aðferð:

 • Setjið allt í matvinnsluvél og vinnið þangað til hummusinn er silkimjúkur
 • Gott að stoppa eftir ca. 1 mínútu og skafa niður með hliðunum og blanda svo betur.
 • Berið fram í fallegri skál og skreytið e.t.v. með saxaðri steinselju, chilli og ólívuolíu.
 • Geymist í kæli í viku.