Græna súpan

Þessi súpa er haukur í horni fyrir ónæmiskerfið enda ekki verið að spara hvítlaukinn.

Sannkölluð næringarbomba sem yljar og kitlar bragðlaukana.

Innihald:

 • 600 ml grænmetissoð
 • 2 msk lífræn Biona kókosolía
 • 1 spergilkálshöfuð
 • 200 gr spínat og/eða grænkál
 • 1 dós Biona smjörbaunir, vatninu hellt af
 • 4 hvítlauksgeirar
 • Handfylli af fersku kóríander
 • 1 tsk cumin duft
 • 1 tsk cayenne pipar
 • Safi úr 2 sítrónum

Ofaná ef vill:

 • 30 gr kínóa frá Sólgæti – eldað skv. Leiðbeiningum á poka
 • Saxað spergilkál

Aðferð:

 • Skerið spergilkálið í litla bita
 • Merjið hvítlaukinn og steikið í kókosolíunni ásamt cumin og cayenne pipar
 • Bætið spergilkálinu útá og steikið þangað til það er meyrt
 • Bætið spínati/grænkáli við og leyfið því að meyrna og minnka umfang sitt
 • Setjið baunir, sítrónusafa, kóríander, spergilkál og spínat/grænkál og grænmetissoð í blandara og blandið vel.
 • Hellið í pott og látið malla í nokkar mínútur
 • Toppið með kínóa og spergilkáli